Er verið að slá ryki í augu Íslendinga – hefur fullveldi landsins verið skert?

[email protected]Innlent, Pistlar

Þessi skrif birtust í Staksteinum Morgunblaðsins 13. nóv. og fjalla um spurningar Arnars Þórs Jónssonar fyrrverandi dómara og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins:

Á fundi Fé­lags sjálf­stæðismanna um full­veld­is­mál sem hald­inn var á dög­un­um ræddi Arn­ar Þór Jóns­son, fyrr­ver­andi dóm­ari og nú varaþingmaður, um stöðu laga Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart ís­lensk­um lög­um. Hann benti á að ríkja­sam­bandið ESB stefndi í átt að sam­bands­ríki, en að Pól­land og Þýska­land hefðu spyrnt við fót­um gagn­vart því að lög ESB gengju fram­ar stjórn­ar­skrám þess­ara ríkja.

Arn­ar Þór velti síðan upp þeirri spurn­ingu hvort full­veldi Íslands hefði verið skert og sagði: „Þegar við horf­um á það að stór hluti lög­gjaf­ar sem fer í gegn­um Alþingi Íslend­inga er í raun­inni sam­inn af fólki sem við kunn­um eng­in deili á, sem eng­inn hef­ur kosið, við höf­um eng­an aðgang að því að hlusta á umræður um þessi laga­frum­vörp, ef það má kalla þetta það þegar það er í fæðingu, við höf­um enga, eða að minnsta kosti af­skap­lega litla mögu­leika á að tempra það sem þarna er að ger­ast, hvernig má það þá vera að því sé haldið fram sam­hliða því að við höf­um haldið full­veldi okk­ar? Er verið að halla réttu máli? Get­ur verið að menn séu hugs­an­lega bein­lín­is að setja fram blekk­ing­ar eða slá ryki í augu Íslend­inga? Það væri býsna al­var­legt mál frammi fyr­ir svona mik­il­vægu atriði eins og inn­leiðingu er­lends rétt­ar og reglu­verks sem hugs­an­lega kann að skerða yf­ir­ráðarétt Íslend­inga gagn­vart nátt­úru­auðlind­um sín­um, sam­an­ber umræðuna um þriðja orkupakk­ann.

Ég spyr: hafa sér­fræðing­ar á þessu sviði verið full­kom­lega heiðarleg­ir? Hafa stjórn­mála­menn verið full­kom­lega heiðarleg­ir? Og að hvaða ósi fljót­um við sem þjóð inni í þessu sam­starfi sem kennt er við EES?“