Stuðningur við Bandaríkjaforseta nær nýjum lægðum

frettinErlent

Stuðningur við Biden Bandaríkjaforseta hefur náð nýjum lægðum og er nú 43%. Ástæðuna er aðallega að finna meðal hans eigin stuðningsmanna og samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru sigurlíkur repúblikana í næstu miðkjörtímabils kosningum sögulega háár. 

Aðeins 41 prósent Bandaríkjamanna styðja frammistöðu forsetans, og hefur stuðningurinn lækkað um 11 prósent frá því í vor, samkvæmt könnun Washington Post-ABC News.

Vinsældir forsetans hafa einnig dvínað meðal hans eigin flokks. Í dag eru 80 prósent demókrata jákvæðir í hans garð samanborið við 94 prósent í júní sl., samkvæmt könnuninni.

Tæplega fjórir af hverjum tíu demókrötum styðja Biden í dag, en í júní sl. studdu  hann sjö af hverjum tíu.

Vaxandi óvinsældir forsetans eru sagðar tengjast hækkandi verðbólgu í Bandaríkjunum sem náði 30 ára hámarki í október sl.

Heimild