Útgöngubanni áfram mótmælt í Austurríki

frettinErlent

Austurríkismenn mótmæltu áfram útgöngubanni óbólusettra í gærkvöldi. Ríkisstjórn Austurríkis setti bannið á í byrjun vikunnar og hefur lögreglan fengið það hlutverk að hafa eftirlit með bólusetningastöðu borgaranna og stöðva þá á götum úti til að kanna hvort viðkomandi sé með ,,heilsupassann."
Tékkóslavakía hefur fylgt hugmyndum Austurríkis  og Þýskalands eftir og ætlar líka að loka inni sína óbólusettu borgara. Ríkin glíma við mikla hækkun Covid smita og er útgöngubannið rökstutt með  því að ,,óbólusettir smita og veikjast meira."

Fréttin.is sagði frá því í gær að Gibraltar sem er hvorki meira né minna en 100% bólusett hefur aflýst jólahaldi vegna mikilla smita í landinu. Verður það að teljast umhugsunarefni fyrir einhverja vísindamenn.

Mótmæli gærkvöldsins í Austurríki má sjá hér: