Er Bretland að undirbúa afnám sóttvarnaraðgerða?

thordis@frettin.isErlent

Hinn breski Daily Mail sagði frá því 13. nóv. sl. að miðlinum hefði borist skýrsla sem hefði verið lekið og fjallar um áætlanir breskra yfirvalda um að afnema allar sóttvarnaraðgerðir í upphafi næsta árs. Er aðgerðin nefnd Operation Rampdown og felur meðal annars í sér stöðvun á smitrakningu, afnám sóttkvíartakmarkana og fleira. Verður áherslan þess í stað sett á að meðhöndla COVID-19 eins og landlægan sjúkdóm (e. endemic) frekar en faraldur. 

Með nýrri nálgun vonast yfirvöld til að spara stórar fjárhæðir sem hafa farið í prófanir og önnur úrræði en um leið styrkja úrræði sem snúa að því að búa samfélagið undir varanlega viðveru veirunnar í samfélaginu.

Að sögn The Guardian hafa talsmenn hins opinbera sem blaðið hafði samband við ekki viljað staðfesta slíka áætlun. Tíminn þarf því að leiða í ljós hvað er að gerast á bak við tjöldin í dag.

The Mirror sagði einnig frá.