Framkvæmdastjóri lækninga fór með rangt mál í Speglinum – ekkert nýtt bóluefni gegn Delta

frettinInnlendar

Í þættinum Speglinum 15. nóvember sl. var rætt við Sigríði Dóru Magnúsdóttur framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sigríður sagði að nú væri verið að nota  bóluefni sem búið væri að breyta og notað væri í örvunarskammta. Sagði hún að tæknin væri slík að auðvelt væri að breyta bóluefnum í dag og laga að nýjum afbrigðum og vonandi virkaði örvunarskammturinn því betur gegn Delta afbrigðinu.

Frettin.is kannaðist ekki við að hafa heyrt um að komin væri ný tegund Covid bóluefnis á markað sem væri lagað að Delta og sendi fyrirspurn á Björn Lúðvík Rúnarsson yfirmann ónæmislækninga Landspítalans. Björn svaraði því að það væri ekki komið á markað en myndi hugsanlega gera það eftir nokkra mánuði.

Sigríður Dóra sagði þá við Frettin.is að þetta væri rétt hjá Birni og að hún hefði fengið rangar upplýsingar ,,hjá háttsettum aðila." Ekki var tekið fram hver sá háttsetti og illa upplýsti aðili væri og engin yfirlýsing hefur komið fram hjá heilbrigðisyfirvöldum varðandi þessar röngu upplýsingar frá framkvæmdastjóranum.