Boðað til mótmæla í Melbourne Ástralíu

frettinErlent

Boðað er til mótmæla í Melbourne í Ástralíu í dag, laugardag. Stjórnmálamaðurinn Craig Kelley verður þar með í för.

Forsætisráðherra Viktoríufylkis, Daníel Andrews, fær heimild til að lýsa yfir neyðarástandi hvenær sem er og ekki þarf veirusmit til, ef nýtt lagafrumvarp verður samþykkt.

Himinháar sektir verða einnig við grímuleysi og mótmælum verði frumvarpið að lögum. Mótmælt hefur verið stanslaust við þinghúsið í Melbourne í marga daga.  Í kvöld mátti sjá þar glaðan og hressan hóp ,,mótmæla" með söng og dansi.