Mótmæli gegn ,,heiluspassanum“ í 160 borgum heims

frettinErlent

Mótmæli gegn ,,græna passanum," skyldubólusetningu og lokunarðgerðum stjórnvalda voru eða eru á dagskrá í um 160 borgum heims í dag, laugardaginn 20. nóvember. Tugir þúsunda söfnuðust saman í Melbourne til að mótmæla fyrirhugaðri lagasetningu Daniel Andrews forsætisráðherra þar sem hann fengi meðal annars heimild til að lýsa yfir neyðarástandi hvenær sem er, ekki þarf veirusmit til. Mikill fjöldi mótmælti einnig í London, Stokkhólmi, Oslo, Paris, Róm, Amsterdam, Toronto, Zagreb og Vínarborg þar sem víkingaklappið var tekið.  Lögreglan segir að um 40 þúsund manns hafi mætt á mótmælin í Vín. New York búar tóku einnig þátt og Danir.

Nýjustu fréttir herma að lögreglan og herinn í Austurríki ætli ekki að innleiða bólusetningaskyldu.