Óeirðir brutust út á mótmælum í Brussel

frettinErlent

Tugir þúsunda mótmæltu aðgerðum stjórnvalda í Brussel í dag eftir að ríkisstjórnin boðaði harðari aðgerðir vegna Covid. Óeirðir brutust út og hlutum var kastað í lögregluna sem notaði vatnsbyssur og táragas til að halda aftur að lýðnum.

Lögreglan áætlar að um 35.000 manns hafi safnast saman fyrir framan lestarstöðina Gare du Nord fyrir mótmælin.

Nýjar reglur sem tóku gildi nú um helgina fela í sér grímuskyldu fyrir alla 10 ára og eldri innanhúss en einnig við tiltekna útiviðburði. Reglurnar kveða einnig á um fjarvinnu fjóra daga vikunnar og harðari samkomutakmarkanir.

Á föstudag brutust líka út óeirðir í Rotterdam þar sem lögreglan særði a.m.k. tvo þegar hún skaut viðvörunarskotum og í gær voru sömuleiðis óeirðir í hollensku borgina Haag.

Milljónir mótmæltu þvingunarðagerðum stjórnvalda um helgina, sem sjá má í myndbandi hér fyrir neðan.