Ópíumrækt í Afganistan á uppleið eftir brotthvarf Bandaríkjahers

frettinErlent

Ópíumiðnaðurinn í Afganistan, ein helsta uppspretta heróíns sem selt er á Vesturlöndum er aftur á uppleið.

Á nýjum og vinsælum markaði í Talukan  kemur fjöldi kaupmanna daglega til að versla inn hinar ýmsu ópíumtegundir. Markaðurinn spratt upp um leið og Talíbanar tóku aftur yfir stjórn landsins, þann 15. ágúst sl. Plastpokum fylltir brúnum vökva er stillt upp við hlið íláta með hlaupkenndu efni ásamt dökkum ópíum klumpum. Hvíta fána hins íslamska furstadæmis Talíbana er flaggað á markaðinum.

Í þessu og öðrum héruðum í Kandahar í Suður-Afganistan, segjast bændur sem áður ræktuðu hveiti eða maís ætla í staðinn að rækta ópíumvalmúa. Ástæðan er sambland af þurrkum, alþjóðlegum refsiaðgerðum og lokunum landamæra sem hafa orðið til þess að löglegar uppskerur eru ekki arðbærar.

„Hér eru allir fátækir og verða enn fátækari ef við ræktum ekki valmúa. Þetta er ekki spurning um val. Það er einfaldlega enginn markaður fyrir aðrar afurðir,“ sagði hinn 55 ára og sjö barna faðir Salih Mohammad. Hann sagðist hafa stækkað landið undir valmúarækt úr 2,5 í 4 hektara, eða um helming af leigulóð sinni „Það er enginn vafi á því að fólk hér muni rækta fleiri valmúa á þessu ári en áður."

Í lok ágúst, skömmu eftir af Talibanar fengu völdin á ný, lofuðu Talíbanar því að þeir myndu uppræta milljarða dollara lyfjaiðnað í landinu sem stendur fyrir 85% af ópíumframleiðslu heims. Þremur mánuðum síðar, þegar ræktunartími valmúa hófst, gerðist hið gagnstæða.

Wall Street Journal.