Missouri dæmir reglur og tilskipanir heilbrigðisyfirvalda í sóttvarnaraðgerðum ólögmætar

frettinErlent

Dómari í Missouri úrskurðaði að heilbrigðisfulltrúar í ríkinu gætu ekki lengur gefið út fyrirmæli um COVID-19 aðgerðir, sem hann sagði brjóta í bága við stjórnarskrárbundna skiptingu valdsins; löggjafar-,framkvæmda-og dómsvalds. 

Úrskurður dómarans þýðir að reglur og tilskipanir sem hafa verið settar af heilbrigðisyfirvöldum í Missouri eru felldar niður og dæmdar ógildar. 

„Þetta mál snýst um hvort reglur settar af heilbrigðisyfirvöldum í Missouri geti gengið framar löggjafarvaldi fulltrúastjórnarinnar í lagsasetningu um heilbrigðismál og hvort þessar reglur geti heimilað lokun skóla eða annarra samkoma á grundvelli óhefts álits ókjörins embættismanns. Þessi dómstóll telur að svo sé ekki," sagði dómarinn.

„Heilbrigðisyfirvöld í Missouri hafa vanist því að gefa út tilskipanir og neyða almenning til að fara eftir þeim. Það er löngu kominn tími á að stöðva þetta framferði sem er þvert á stjórnarskrá landsins," bætti dómarinn við.

Málið var upphaflega höfðað árið 2020 og fullyrt var að heilbrigðisfulltrúar ríkisins væru að fara út fyrir valdsvið sitt með því að gefa út reglur um aðgerðir gegn kórónuveirunni, eins og sóttkví og lokun fyrirtækja.

Meðal þeirra sem lögðu fram kæruna var Ben Brown, sem er í framboði fyrir öldungadeild þingsins í Missouri og eigandi veitingastaðar sem hann barðist fyrir að halda opnum meðan á faraldrinum stóð þvert á skipanir embættismanna í borginni St. Louis.

Brown skrifaði um úrskurðinn á þriðjudaginn á Twitter: „Tími tilskipana og þvingaðrar sóttkvíar nemenda af hálfu heilbrigðiyfirvalda í fylkinu okkar er lokið! og ,,Frelsið sigrar!"

,,Í dag dæmdi dómari okkur í hag og batt í raun enda á grímuskyldu og aðrar tilskipanir í Missouri í eitt skipti fyrir öll! Snemma á þessu ári höfðaði ég mál gegn heilbrigðisyfirvöldum í Missouri og lét reyna á rétt þeirra til að setja lög. Það er loksins búið gott fólk. Frelsið sigrar!" mynd.twitter.com/VU0b5ztjj9

— Ben Brown (@BenBrownTweets) 23. nóvember 2021

Heimild.