Hver er hin raunverulega saga á bak við Black Friday?

frettinErlent, Pistlar

Hver er raunverulega sagan á bak við Black Friday, föstudaginn eftir þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna?

,,Innkaupahátíðin" þekkt sem Black Friday er í dag óaðskiljanlegur hluti af hátíðinni, en þessi hátíðarhefð á sér dekkri rætur en margir geta ímyndað sér.

Í fyrsta skipti, svo vitað er, sem hugtakið Black Friday var notað, tengdist það ekki föstudeginum eftir þakkargjörðarhátíðina þegar útsölur eru í fullum gangi heldur fjármálakreppunni, nánar tiltekið hruni bandaríska gullmarkaðarins 24. september 1869.

Tveir alræmdir miskunnarlausir fjármálamenn á Wall Street, Jay Gould og Jim Fisk, unnu saman að því að kaupa eins mikið og þeir gátu af gulli þjóðarinnar í von um að stórhækka verðið og selja það fyrir gífurlegan hagnað. Þennan svarta föstudag, 24. september 1869,  gerðist það svo að hlutabréfamarkaðurinn var í frjálsu falli og gerði alla gjaldþrota, allt frá Wall Street barónum til bænda.

Algengasta sagan á bak við þakkargjörðarverslunina Black Friday tengist smásölu og segir að eftir heilt ár af taprekstri (,,rauðar tölur") högnuðust verslanir („svartar tölur“) daginn eftir þakkargjörðarhátíðina þar sem viðskiptavinir eyddu svo miklum peningum í vörur á afslætti.

Þó það sé rétt að smásölufyrirtæki sem voru vön tapi í rauðum tölum og hagnaði í svörtum tölum þegar þau gerðu upp bókhald sitt, þá er þessi útgáfa af uppruna Black Friday sú sem hefur verið opinberlega samþykkt en er jafnframt röng.

Á undanförnum árum hefur önnur goðsögn komið upp á yfirborðið sem gefur hefðinni sérstaklega ljóta hlið. Þar er fullyrt að á árunum 1800-1900 gátu bændur í suðurríkjunum keypt sér þræla á afslætti daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Þrátt fyrir að þessi útgáfa af uppruna Black Friday hafi skiljanlega leitt til þess að sumir sniðgangi útsölurnar, þá á hún sér enga stoð í raunveruleikanum.

Hemild