Hjartveikifaraldur meðal fótboltamanna? Adama Traore hnígur niður á vellinum

frettinErlent

Knattspyrnumaðurinn Adama Traore í Sherrif Tiraspol hné niður á vellinum í gærkvöldi í leik gegn Real Madrid. Traore grípur um brjóstið og leggst niður á völlinn.

Læknar komu til aðstoðar og var leikmaðurinn með meðvitund.
Lyktarsölt voru notuð til að halda honum í meðvitund áður en honum var skipt út af vellinum. Traoer er nú síðasti fótboltamaðurinn sem hnígur niður á vellinum með brjóstverk á nokkura mánaða tímabili.

John Fleck, miðjumaður Sheffield United, hneig niður á þriðjudaginn í viðureign gegn Reading. Danska stjarnan Christian Eriksen fékk hjartastopp á EM 2020. Þá var nýlega tilkynnt að argentíski leikmaðurinn Sergio Aguero hjá Barcelona væri hættur að spila fótbolta eftir að hafa fengið fyrir hjartað í leik fyrir um mánuði síðan.

Fréttin.is sagði nýlega frá 75 íþrótta-og afreksmönnum sem hafa skyndilega látist eða veikst síðustu mánuði.

Heimild.

Myndband frá leiknum sýnir atvikið með Adama Traore: