Fimmföld aukning skyndilegra og óútskýranlegra dauðsfalla meðal FIFA leikmanna

frettinErlent

Ísraelski fréttamiðillinn Real-Time News greindi frá því sl. þriðjudag að fimmföld aukning hefði orðið á skyndilegum dauðsföllum meðal FIFA leikmanna árið 2021.

Ýmist voru dauðsföllin SCD (sudden cardiac death) eða skyndilegt dauðsfall vegna hjartastopps eðaSUD (sudden unexplainded death) eða skyndilegt dauðsfall af óútskýranlegum ástæðum.

Frá því í desember sl. hafa 183 atvinnuíþróttamenn og þjálfarar skyndilega hnigið niður, 108 eru látnir.

Rannsókn Real-Time News leiddi í ljós að flestir íþróttamennirnir voru karlmenn, aðeins 15 konur og langflestir voru á aldrinum 17-40 ára.  Aðeins 21 var eldri (fimm á aldrinum 42-45 ára, sex á aldrinum 46-49 ára, sjö á aldrinum 51-54 ára og þrír aðrir á aldrinum 60-64 ára). 23 voru unglingar á aldrinum 12-17 ára, þar af létust 16.

Rannsóknin leiddi í ljós að í yfir 80 tilvika, eins og t.d. með fótboltastjörnurnar Sergio Aguero og Christian Eriksen, þá hnigu menn ýmist niður í leik, kapphlaupi, á æfingu eða strax á eftir.

Vísindaritið Scientific Literature segir það sjaldgæft fyrirbæri að íþróttamenn látist af óútskýranlegum orsökum.

Í flestum tilfellum hnigu menn niður vegna hjartavandamála, þar á meðal hjartavöðvabólgu, gollurshússbólgu, hjartaáfalls eða hjartastopps. Næst algengasta orsökin voru blóðtappar.

Real-Time News lagði áherslu á að: „listinn sem við höfum er enn lengri, en í varúðarskyni hafa tugir tilvika verið fjarlægð, tilfelli sem við höfðum ekki ítarlegar upplýsingar um, þannig að aðeins mál sem hefur verið ítarlega sagt frá voru tekin með. Auk þess voru tilfelli fjarlægð þar sem vísbendingar um fyrri áhættuþætti voru til staðar, svo sem hjartasjúkdómar eða sykursýki.

Til að fá gleggri mynd af gögnunum samanborið við fyrri ár, skoðaði Real-Time News aðeins gögn um dauðsföll meðal íþróttamanna sem skráðir eru hjá FIFA og báru saman gögnin um fjölda SCD og SUD meðal íþróttamanna fyrri ára, við fjöldann árið 2021.

Til að komast að því hversu mörg dauðsföll hafa átt sér stað á síðustu tveimur áratugum meðal FIFA leikmanna (2001-2020), notaði Real-Time News Wikipedia: „Listi yfir knattspyrnumenn sem dóu í leik.“  Til að finna út hversu mörg tilfellin voru árið 2021 var notast við listann sem Real-Time News tók saman og inniheldur tilvikin sem bent var á í Wikipedia fyrir 2021.

Dr. Josh Guetzkow, prófessor við afbrotafræðideild hebreska háskólans í félagsfræði og mannfræði, greindi gögnin og upplýsti Real-Time News: „Grein sem birt var í tímaritinu British Medical Journal sýnir að líkurnar á SCD eru einn af 50 þúsund, eða á skalanum einn af 30 þúsund til einn af 80 þúsund.“

Prófessorinn sagði ennfremur: „Samkvæmt gögnum frá FIFA voru 242.000 íþróttamenn skráðir í sambandið árið 2000 og 265.000 árið 2006. Að því gefnu að FIFA hafi ekki breyst verulega í tuttugu ár, þá getum við búist við um fimm dauðsföllum á ári.“

Samkvæmt Wikipedia undir: „Listi yfir knattspyrnumenn sem dóu í leik,“ voru að meðaltali 4,2 dauðsföll á ári vegna SCD eða SUD á árunum 2001-2020, langflest vegna SCD.

Samkvæmt listanum frá Real-Time News voru 21 tilfelli af SCD/SUD meðal  FIFA leikmanna. Með öðrum orðum, í stað fjögurra SCD/SUD dauðsfalla á ári (samkvæmt Wikipedia gögnum), eða fimm tilfellum á ári (reiknað samkvæmt BMJ) á árunum 2001-2020, hefur 21 leikmaður látist það sem af er árinu.

Heimild.