Instagram fjarlægði grófar myndir sem Madonna birti af sér – söngkonan hefur nú birt aftur

frettinErlent

Instagram fjarlægði myndbirtingu sem söngkonan Madonna sem er 63 ára gömul, birti af sér á samskiptamiðlinum Instagram en myndirnar virðast vera brot á reglum miðilsins um kynferðislegar myndbirtingar og það sem telst vera klám. Ekki er ljóst hvað Madonnu gengur til með myndunum sem hafa valdið hneykslan á meðal aðdáenda. Hún virðist ekki parsátt við að myndirnar hafi verið fjarlægðar og segist ekki hafa fengið neina viðvörun eða tilkynningu áður en myndirnar voru fjarlægðar.

Madonna hefur nú sett myndirnar aftur inn og skrifar, að hún telji að það sem hafi farið fyrir brjóstið á samskiptamiðlinum sé önnur geirvarta söngkonunnar sem sést aðeins í á myndinni.


Image