Leikmaður hneig niður – slökkt á útsendingu þegar fyrrum fótboltastjarna nefnir Covid bóluefni

frettinErlent

Fyrrum enska fótboltastjarnan Trevor Sinclair hefur verið gagnrýnd fyrir að dreifa ,,hættulegri vitleysu" eftir að hafa spurt í beinni útsendingu hvort Sheffield United leikmaðurinn Fleck sem er þrítugur hafi hnigið niður á vellinum vegna Covid bóluefnanna, en slökkt var á útsendingu hjá talkSPORT  um leið og Sinclair hafði sleppt orðinu.

Hinn 48 ára gamli vængmaður vakti reiði meðal einhverra með spurningu sinni og eftir að útsending var rofin fór hann beint á Twitter og skrifaði:

,,Allir sem ég tala við um þessi hjartavandamál meðal fótboltamanna (sem virðast nú gerast oftar), tengist þetta Covid bóluefnunum eða ekki?"

En nokkurs konar faraldur hefur gengið yfir að undanförnu meðal atvinnumanna í fótbolta og annarra íþróttamanna sem hafa hnigið niður hver á eftir öðrum síðustu mánuði.

Skoski miðjumaðurinn Fleck var fluttur í skyndi á sjúkrahús en hefur nú verið útskrifaður.

Myndbandið þar sem útsendingin er rofin má sjá hér að neðan.

Dailymail greindi frá.


Image