Tugir þúsunda mótmæltu í Melbourne Ástralíu

frettinErlent

Mikill mannfjöldi fyllti götur og stræti Melbourne í Ástralíu í dag til að mótmæla skyldubólusetningum og bólusetningapössum.

Fólkið hélt á hinum ýmsu fánum, þar á meðal Ástralíu- og frumbyggjafánanum, Eureka fánanum og öðrum samveldisfánum.

Aðrir þjóðfánar sáust líka á lofti, m.a. Portúgal, Japan, Króatía, Grikkland, Þýskaland og Kambódía.

Fjöldinn krafðist þess að skyldubólusetningu yrði hætt og Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríuríki, verði rekinn.

Þúsundir starfsmanna í hinum ýmsu atvinnugreinum þurfa nú að sýna fram á tvöfalda bólusetningu til að mega sækja vinnu utan heimilis.

Kennarar í skólum og leikskólum, starfsfólk í fræðsluþjónustu og aðrir starfsmenn menntastofnana þurfa að sýna fram á tvöfalda bólusetningu frá og með mánudeginum 29. nóvember.

Sky News í Ástralíu segir frá og birtir myndir og fjöldann má sjá á myndbandi hér: