Ungur sonur forsætisráðherra Ísraels fenginn til að auglýsa bólusetningu barna

thordis@frettin.isErlent

Bólusetningaherferð 5-11 ára barna er hafin í Ísrael og fékk forsætisráðherra landsins ungan son sinn til að fara í bólusetningu fyrir framan myndavélar í kynningar-og hvatningaskyni. Upptakan af viðburðinum má sjá hér neðar en svona eru orðaskipti feðgana nokkurn veginn:

Ráðherrann segir við son sinn: Viltu útskýra fyrir öllum hvers vegna það er mikilvægt að fara í bólusetningu.

Sonurinn: Það er mikilvægt að fara í bólusetningu svo börn verði ekki veik af kórónuveirunni og svo þau smiti ekki foreldra sína og annað fullorðið fólk sem gæti dáið.

Ráðherrann: ,,Hvers vegna samþykktirðu að koma hingað og láta mynda þig?

Sonurinn: ,,Svo að önnur börn skilji að þau eigi að fara í bólusetningu.

Ráðherrann bætti við: ,,Svo þau verði ekki hrædd, ert þú hræddur?

Sonurinn: ,,Svolítið.

Ráðherrann: ,,Það er allt í lagi að vera svolítið hræddur. Þetta verður búið áður en það byrjar.

Hjúkrunarkona kemur þá með sprautuna.

Ráðherrann við soninn: ,,Ekki spenna vöðvann, vertu rólegur, viltu ís eftir á?

Sonurinn: ,,Vá hvað þetta var lítið mál... ég fann ekkert.

Ráðherrann: ,,Var þetta nokkuð vont...viltu ekki segja hinum krökkunum það?

Sonurinn: ,,Þetta var ekkert vont, það sýnist bara vera það.

Forsætisráðherrann stendur upp: ,,Í dag erum við að hefja allsherjar bólusetningaherferð barna á landsvísu, í fyrsta lagi til að verja börnin okkar, foreldra þeirra og alla í Ísrael. Davíð var að fá sína bólusetningu." ,,Var það nokkuð vont? spyr ráðherrann son sinn aftur.

Að lokum sagði forsætisráðherrann: ,,Ég bið alla foreldra í Ísrael að koma með börn sín í bólusetningu. Hún er örugg og ver börnin okkar.