Hópsmit á Grund meðal þríbólusetts starfsfólks og íbúa

frettinInnlendar

Stjórnendur hjúkrunarheimilisins Grund sendu aðstandendum íbúa skilaboð í gær þar sem þeir eru beðnir að takmarka heimsóknir, virða allar sóttvarnareglur og halda börnum frá.

„Kæru aðstandendur.  Sú erfiða staða er komin upp að 7 heimilismenn og nokkrir starfsmenn hafa greinst með Covid 19.  Smit þessi eru á deild A2 og er sú deild lokuð.“

„Við viljum ekki að börn komi í heimsókn á meðan á þessu stendur. Flestir heimilismenn og starfsmenn eru þríbólusettir og við bindum vonir við að veikindin verði væg,“ segir þar ennfremur.

Það er sem sagt komið upp hópsmit á hjúkrunarheimili þar sem flestir hafa fengið örvunarskammt.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði fyrir þremur vikum að vonir stæðu til þess að hægt verði að búa til hjarðónæmi með örvunarskammti. 

Kári Stefánsson sagði fyrir viku að nýjar rannsóknir sýni að bólusetning með þremur skömmtum geti mögulega komið í veg fyrir smit að verulegu leyti. Hann sagði einnig í nóvember fyrir ári síðan að rannsóknir sýndu að bóluefnið væri feikilega gott og kæmi í veg fyrir smit í um 90% tilvika.

Þetta hefst kannski með fjórðu sprautunni.