Suður-Afríski læknirinn sem upplýsti um Omicron segir einkennin óvenjuleg en væg

frettinErlent

Heilbrigðisráðherra Suður-Afríki segir í viðtali við SKY að ofsafengin viðbrögð Bretlands og annarra Evrópuríkja vegna nýs COVID afbrigðis sem fannst í Suður-Afríku sé ekki hægt að réttlæta þar sem engin sönnun sé til staðar um að það sé hættulegra.

Innan fárra klukkustunda frá því að tilkynnt var um afbrigðið gáfu Bretland og Bandaríkin út ferðabann á sex Afríkuríki.

,,Ástæðan fyrir tilkynningu um þetta afbrigði og áhættuna af því sem vísindamennirnir upplýstu um var einfaldlega að láta vita að þetta væri í dreifingu en það væri ekki vísbending eða grunur um á þessu stigi að þetta tiltekna afbrigði muni ekki geta .... að alvarlegum veikindum verði ekki afstýrt með bóluefnunum, það er engin sönnun um annað.

Ég vil eyða öllum fullyrðingum um annað sem hafa verið settar fram af sumum blaðamönnum og fréttaskýrendum og sumum í þeim löndum sem hafa sett á ferðabönn frá suður Afríku löndum.

Við getum fullvissað okkur um að á þessu stigi segja vísindamennirnir sem tilkynntu um afbrigðið að bóluefnunum sem hefur verið dreift muni virka á þetta afbrigði. Legg ég áherslu á það," sagði heilbrigðisráðherrann. Viðtalið má heyra og sjá hér.

Sjúkdómseinkennin ólík en væg

Suður-afríski læknirinn, Dr. Angelique Coetza, sem gerði yfirvöldum fyrst viðvart um tilvist Omicron greindi frá því að afbrigðið sýndi „óvenjuleg en væg“ einkenni.

Læknirinn sem er stjórnarmaður í læknafélagi Suður-Afríku tók lækna fyrstur eftir annars heilbrigðum sjúklingum sem sýndu óvenjuleg einkenni þann 18. nóvember sl.

„Einkenni þeirra voru svo ólík og vægar en þau sem ég hafði meðhöndlað áður,“ sagði Coetzee við The Telegraph.