Starfsfólk á vegum Öryggismiðstöðvarinnar sem er ekki heilbrigðismenntað tekur Covid sýni

frettinInnlent

Starfsfólk sem sér um sýnatökur fyrir Covid er á vegum Öryggismiðstöðvarinnar og er ekki heilbrigðismenntað. Starfsfólkið sem flest talar enga íslensku fær einungis sýnikennslu á tveggja tíma kvöldnámskeiði með hjúkrunarfræðing til að geta talist hæft til að framkvæma slíkt inngrip í líkama fólks.

Töluvert hefur borið á því að fólk hafi kvartað undan eymslum eftir sýnatökuna og einhverjir þurft að leita til læknis í framhaldi vegna krónískra blóðnasa á eftir, tár renna stöðugt úr auga þeim megin sem sýnið var tekið og aðrir hafa einnig fundið fyrir verkjum undir augnbotni sem gæti bent til taugaskaða.

Frettin.is hafði samband við Öryggismiðstöðina til að spyrjast fyrir um þetta en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað svara neinum spurningum og heldur ekki hvað fyrirtækið fær greitt frá ríkinu fyrir hvert sýni, en fyrirtækið auglýsir á heimasíðu sinni að sýnin séu gjaldfrjáls.  Þess má geta að Öryggismiðstöðin er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heildarlausnum í öryggismálum eins og öryggisgæslu og myndavélabúnaði en er ekki með neina þekkingu eða leyfi á heilbrigðissviði.

Blaðamaður fréttarinnar hafði hins vegar samband við Icepharma sem flytur inn pinnana og fékk þær upplýsingar að pinnarnir séu ekki ódýrir, ríkið sé að greiða á bilinu 6-7000 kr. fyrir pinnann.

Þá staðfesti Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslunnar í samtali við blaðamann að það væri rétt að starfsfólkið sem sæi um sýnatökur væri ekki heilbrigðismenntað en það þurfi að sitja kvöldnámskeið til að teljast hæf.

Blaðamaður hafði einnig samband við Heilbrigðisráðuneytið til að spyrjast fyrir um hverjir ábyrgjast skaða sem verður við sýnatöku í nefkoki sem framkvæmdar eru af fólki sem ekki er heilbrigðismenntað. Ráðuneytið gat ekki svarað því og vísaði á Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni.

Þórólfur segir svo í pistli á Covid.is í morgun að munnvatnssýni séu í flestum tilfellum óásættanleg og þau eigi að vera alger undantekning.

Samkvæmt einum fremsta bóluefna- og veirusérfræðing heims Geert Vanden Bossche, þá eru börn og heilbrigt fólk ekki að veikjast alvarlega af Covid og þykir því sérstakt hvers vegna Þórólfur leggur svo mikla áherslu á að tekin séu lífsýni úr börnum sem eru alheilbrigð og það þrátt fyrir að sýna engin einkenni veikinda.

Þá þykir einnig undarlegt að Þórólfur sé þessa dagana að mæla með bólusetningu barna þ.e. fyrir hóp sem er ekki í áhættu eða veikist alvarlega af Covid flensunni og sýnir í langflestum tilfellum mjög væg einkenni án þess að hafa verið bólusettur.

Þá leggur Bossche einnig áherslu á að náttúrulegt mótefni sé langöflugast og nánast ómögulegt sé að fá Covid aftur þegar líkaminn hefur myndað náttúrulegt ónæmi.

Þess má geta að inflúensusýni eru alltaf tekin með munnstroku.