Stöðvuðu innkaup bóluefna fáeinum dögum fyrir viðvörun um Omicron afbrigðið

[email protected]Uncategorized

Sagt var frá því í fréttum 24. nóvember sl. að ríkisstjórn Suður-Afríku hafi óskað eftir því að Johnson & Johnson og Pfizer Inc. myndu stöðva frekari afhendingu Covid-19 bóluefna þar sem í landinu væru nægar birgðir sökum dvínandi eftirspurnar, nokkuð sem fjölmiðillinn segir grafa undan dreifingu bóluefna í landinu á þeim tíma sem hugsanleg fjórða sé á leiðinni.

Suður-Afríka sem er þróaðasta hagkerfi Afríku hefur að fullu bólusett aðeins 35% fullorðinna, rúmlega sex mánuðum eftir að bóluefnið varð almenningi fyrst aðgengilegt. Um 120.000 manns fengu sprautu fyrir um það bil viku, sem er innan við helmingur af daglegum bólusetningum.

„Við erum með yfir 16 milljónir skammta í landinu, sem nægir í 150 daga miðað við núverandi neyslu,“ sagði Nicholas Crisp, aðstoðarforstjóri heilbrigðisráðuneytisins, í skilaboðum á miðvikudag. „Það þýðir ekkert að safna birgðum og taka áhættuna á að efnið renni út á meðan aðrir bíða örvæntingarfullir eftir birgðum."

Þessi aðgerð Suður-Afríku er í andstöðu við stöðu landsins fyrr á árinu, þegar ríkisstjórnin var harðlega gagnrýnd fyrir að vera sein til að tryggja bóluefni rétt áður en mikil aukning varð á smitum. Þessi skilaboð frá ríkisstjórninni koma á þeim tíma sem flest Afríkuríkin skortir bóluefni, meðal annars vegna þess að ríkari lönd flýttu sér að kaupa mikið magn af birgðum.

Tveimur dögum eftir þessa beiðni Suður-Afríku um að stöðva frekari bóluefnasendingar vara Vesturlönd og WHO við hættu af nýju afbrigði frá Afríku. Læknirinn sem fyrst gerði viðvart um afbrigðið í landinu segir það þó valda vægum einkennum.

Innan fárra klukkustunda frá því að tilkynnt var um afbrigðið gáfu Bretland og Bandaríkin út ferðabann á sex Afríkuríki. Önnur ríki fylgdu á eftir, nokkuð sem Suður-Afríka kallar harðar refsiaðgerðir.