Grikkland setur bólusetningaskyldu á 60 ára og eldri

thordis@frettin.isErlent

Ríkisstjórn Grikklands ætlar að koma á bólusetningaskyldu fyrir alla borgara eldri en 60 ára. Neiti þeir að láta bólusetja sig eiga þeir yfir höfði sér mánaðarlegar sektir upp á 100 evrur.

Þann 30. nóvember tilkynnti Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera bólusetningar að skyldu fyrir borgara eldri en 60 ára. Með þessari ákvörðun, sagði Mitsotakis, ætti að vernda, en ekki refsa öldruðum.

Háar sektir

Eins og er hafa þrír af hverjum fjórum borgurum Grikklands eldri en 12 ára fengið COVID bóluefnið. Það sem meira er, Grikkland er í öðru sæti í Evrópu hvað varðar daglega gjöf örvunarskammta. Þó þetta sé glæsilegt afrek sem hjálpar til við að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar ​​upplýsti forsætisráðherrann að borgarar eldri en 60 ára væru ekki að taka þátt í þessu átaki.

Mitsotakis tók sem dæmi að aðeins 60.000 af 580.000 óbólusettum öldruðum borgurum fóru í bólusetningu í nóvember. Þetta, að mati ríkisstjórnarinnar, er of lítið þegar haft er í huga að flestir íbúar sem deyja úr COVID eru eldri en 60 ára.

Af þessum sökum verður bólusetning skylda fyrir alla borgara eldri en 60 ára, sagði forsætisráðherra og bætti við að eldri borgarar sem hafa ekki enn tekið COVID bóluefnið verða að panta tíma í fyrstu sprautuna fyrir 16. janúar. Ef þeir gera það ekki eiga þeir yfir höfði sér háa sekt upp á 100 evrur í hverjum mánuði. Ríkið mun síðan nota peningana til að fjármagna rekstur sjúkrahúsa.

„Þetta er ákvörðun var mér persónulega kvalarfull. Mér finnst það aftur á móti þyngri ábyrgð að standa með þeim sem verst eru settir, jafnvel þótt þeir séu óánægðir eins og er. Ég efast ekki um að pólitísk ákvörðun okkar muni bjarga mannslífum,“ sagði forsætisráðherra Grikklands um ákvörðun sína.

Heimild.