Heilsuvera: ,,lítið mótefni eftir náttúrulega sýkingu, en mikið eftir bólusetningu”

thordis@frettin.isInnlent

Heilsugæslan segist vinna eftir reglum Landlæknis, sem hún þekkir þó ekki.

Fréttin.is hefur undir höndum samskipti einstaklings við Heilsugæsluna í gegnum Heilsuveru, þar sem hann leitar upplýsinga um það hvort ástæða sé til þess að hann fari í bólusetningu, þar sem hann sýktist af Covid fyrir rúmu ári.

Einstaklingurinn upplýsir í upphafi samskiptanna að hann hafi farið mótefnamælingu fyrir u.þ.b 10 mánuðum og hafi þá mælst hjá honum mótefni og hann hafi nýverið farið aftur og sú mótefnamæling einnig staðfest mótefni.

Hann upplýsir að hann hyggi á utanlandsferð og leitar leiða til að fá pappíra til að auðvelda sér að ferðast. Hér á eftir fylgja samskiptin. Fyrst svarar þjónustufulltrúi (A), sem gefur viðskiptavininn (V) síðan áfram á hjúkrunarfræðing (Hjúkrunarfr.):

A: Sæl V, uppá að fá bólusetningavottorð og geta ferðast er eina leiðin að láta bólusetja sig sem þér er velkomið að gera. Ætla að gefa þér samband við hjúkrunarfræðing sem getur ráðlagt þér frekar.

V: sæl

Hjúkrunarfræðingur.: Við hér á heilsugæslunni förum ekki eftir þessum mótefnamælingum sem einstaklingar fara í hjá einkafyrirtækjum, við fylgjum fyrirmælum landlæknis og hann er ekki að fara eftir einhverjum gildum, þú getur sent fyrirspurn á mottaka@landlaeknir.is

V: Ok en er ég þá ekki með vörn gegn sjúkdómnum!?

Húkrunarfræðingur: þú hefur enga bólusetningu fengið er það? Þá teljum við þig ekki með mikla vörn nei.

V: Nei ok

Húkrunarfræðingur: Við aftur á móti höfum sagt að bólusettir sem fá covid sýkingu fái mikla vörn þ.e.a.s.

V: Áhugavert.... ok mjög áhugavert.

Húkrunarfræðingur: Ef einhver hefur verið bólusettur tvisvar og fær svo covid, þá virkar sú covid sýking sem örvunarskammtur og viðkomandi ekki boðaður inn í þriðju bólusetningu, þ.e. örvunarskammt.

V: Ok

Húkrunarfr.æðingur: Við höfum aldrei sagt fólki að fara í mótefnamælingar, við vinnum ekki eftir þeim, erum framkvæmdaraðili bólusetninga og fylgjum fyrirmælum landlæknis sem tekur allar ákvarðanir endanlega, óbólusettir velkomnir í höllina á fimmtudag og föstudag í þessari viku.

V: Nei, ok eru þær(mótefnamælingarnar) eitthvað fishy eða ekki trúanlegar?

Húkrunarfræðingur: Ég get ekki tjáð mig um það

V: Takk fyrir þetta ég sendi e.t.v. fyrirspurn á landlækni til að fá frekari upplýsingar. 🙂

Hjúkrunarfræðingur: Endilega gangi þér vel

V: Takk sömuleiðis

Það sem er athyglisvert í þessum samskiptum, er að hjúkrunarfræðingurinn gefur ekkert fyrir þær upplýsingar, að viðskiptavinurinn hafi fengið Covid og mælist með mótefni bæði í dag og einnig fyrir um 10 mánuðum síðan. Hjúkrunarfræðingur segir að Heilsugæslan telji hann ekki með mikla vörn, en hins vegar ef hann hefði fengið tvær bólusetningar og svo Covid, þá væri sýkingin talin sem örvunarskammtur.

Á heimasíðu landlæknis má svo sjá, að Landlæknir mælir ekki með því að þeir sem hafa fengið Covid, fari í bólusetningu.

Þess má einnig geta að þeir sem fá vottorð frá læknum Landspítalans um mótefni eftir sýkingu, að þar kemur fram að ólíklegt sé að viðkomandi fái sjúkdóminn aftur. 

Mynd af spjallinu má sjá hér neðar. Nafn viðskiptavinar hefur verið tekið út en ekki nafn hjúkrunarfræðingsins sem er opinber starfsmaður.


ImageImageImageImage