Skyndilegt andlát 26 ára landsliðskonu í ruðningi

ThordisErlent

Skoska landsliðskonan í ruðningi, Siobhan Cattigan, lést skyndilega sl. þriðjudag, 26 ára að aldri. Þetta staðfesti Stirling County ruðningsliðið á þriðjudag sem sendi fjölskyldu hennar innlegar samúðarkveðjur.

Cattigan vann 19 landsleiki á árunum 2018 til 2021, eftir að hafa leikið sinn fyrsta leik  gegn Wales á Sex þjóða mótinu 2018.

Hún var með í ferð Stirling County til Suður-Afríku ári síðar og var aftur fulltrúi Skotlands á Sex þjóða mótinu 2020.

Í apríl byrjaði hún alla þrjá leiki á mótinu 2021 gegn Englandi, Ítalíu og Wales.

Síðasta þátttaka hennar á alþjóðavettvangi var í undankeppni HM í Evrópu árið 2021 þegar hún kom inn á sem varamaður í sigurleik gegn Spáni.

CNN segir frá.