Brynjar Níelsson ráðinn aðstoðarmaður innanríkisráðherra

frettinInnlendar

Brynj­ar Ní­els­son hef­ur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunn­ars­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra. Hef­ur Jón þar með ráðið sér tvo aðstoðar­menn á tveim­ur dög­um, en í gær var greint frá því að Hreinn Lofts­son yrði einnig aðstoðarmaður Jóns en hann var einnig aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur fv. dómsmálaráðherra.

Brynj­ar var þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík frá ár­inu 2013 og frá ár­inu 2017 var hann 2. vara­for­seti þings­ins.

Brynj­ar var sjálf­stætt starf­andi lögmaður frá 1991 þar til hann tók sæti á þingi og var eftirsóttur á því sviði, en árin 2010-2012 var hann jafn­framt formaður Lög­manna­fé­lags Íslands og hefur því víðtæka þekkingu á sviði lögfræðinnar.

Frettin.is óskar Brynjari innilega til hamingju með nýja starfið, en fyrr í dag skrifaði hann færslu á facebook og tilkynnti að hann yrði að hverfa tímabundið frá því ekki væri gert ráð fyrir ábyrgðarlausu glensi á samfélagsmiðlum í nýja starfinu.

Færslu Brynjars má sjá hér að neðan.