Belgískur dómstóll dæmir bóluefnapassa ólöglega

frettinErlent

Belgískur dómstóll í Vallóníu hefur úrskurðað að notkun bóluefnapassa (Covid Safe Tciket - CST) sé ólögleg og hefur dæmt héraðið til að greiða 5.000 evrur í sekt á dag svo framarlega sem það hættir ekki að framfylgja notkun passans.

Dómurinn var kveðinn upp af Namur dómstólnum sem dæmdi sjálfseignarfélaginu „Notre bon droit“ (NBD) í hag í máli þess gegn notkun passanna. NBD starfar einnig í Frakklandi og Québec í Kanada.

„Dómstóllinn hefur dæmt okkur í hag með því að viðurkenna að CST-passinn virði ekki meðalhófsregluna,“ sagði stofnandi samtakanna, Isabelle Duchateau, í myndbandstilkynningu.

Dómurinn segir að frelsisskerðandi ráðstafanir virðist vera óhólflega miklar miðað við markmiðið sem stefnt er að. Dómurinn bætti við að CST passarnir væru mögulega líka brot á evrópskum lögum.

The Brussel times greindi frá