Breti sem breytti útliti sínu til að líkjast Kóreubúa lendir í ofsóknum frá vinstrinu

frettinErlent

Ungur breskur maður sem eytt hefur þúsundum punda í lýtaaðgerðir til að líkjast Kóreubúa hefur sætt ofsóknum frá vinstrinu. Maðurinn segist ekki skilja hvers vegna fólk sem talar fyrir fjölbreytileika og fjölmenningu skuli ekki virða hans ákvörðun með útlit sitt, en þetta sama fólk tali fyrir transaðgerðum og vill algjört frelsi hvað það varðar.

Maðurinn sem hefur undirgengist fjölda skurðaðgerða og verið sprautaður með fyllingarefnum til að líkast Kóreubúa er mjög sáttur með útkomuna.  Hann segist jafnframt dást að fólki frá Kóreu og Kóreubúar séu sjálfir mjög sáttir með nýja útlitið hans.

Hins vegar hafa fjölmenningarsinnar og "woke" liðið sem eru til vinstri í pólitík, uppnefnt hann rasista og hótað honum lífláti fyrir að láta breyta útliti sínu á þennan hátt. Maðurinn spyr sig af hverju ekki megi skipta um kynþátt fyrst að í lagi sé að skipta um kyn?

Viðtalið við manninn má sjá á Twitter hér neðar.