Hópsmit í ,,bólusettri starfsmannaveislu“ í Osló – helmingur gesta smitaðir

frettinErlent

Um helmingur þeirra sem sóttu jólaboð starfsmannasólaorkufyrirtækisins Scated í Osló, þar sem aðeins bólusettir starfsmenn fengu að mæta, hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Einn gestanna var nýlega kominn heim frá Suður-Afríku og reyndist vera með nýja Omicron afbrigðið, að sögn heilbrigðisyfirvalda í Osló á föstudag.

Fleiri en 120 manns sóttu viðburðinn sem fyrirtækið hélt um síðustu helgi.Af þeim sem greinst hafa með veiruna er talið líklegt að á milli 15 til 20 séu með Omicron afbrigðið, að sögn Dr.Tine Ravlo, yfirlæknis í Osló sem tók þátt í að rekja smitin. Ravlo bætti því við að ekki væri búið að raðgreina öll 60 tilfellin sem fundust. 

„Við reiknum með því að fleiri séu líklega með Omicron sýkingar,“ sagði læknirinn.Talsmaður fyrirtækisins, Scatec, sagði að aðeins bólusett starfsfólk hefði fengið að koma í veisluna og allir hefðu verið með neikvætt hraðpróf áður en partýið byrjaði.

Veislan var haldin á veitingastaðnum Louise í miðborg Osló 26. nóvembersl., sama dag og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út að Omicron væri „afbrigði sem þarf að hafa áhyggjur af,“ og mörg lönd byrjuðu að loka landamærum sínum fyrir farþegum frá suðurhluta Afríku, þar sem afbrigðið var fyrst greint.

New york times sagði frá.