Konu sem legið hefur á spítalanum síðan á fimmtudag sagt að koma sér heim því hún neitar PCR prófi

frettinInnlendar

Ung kona sem er mikið veik og hefur legið á Landspítalanum síðan á fimmtudag hefur mætt dónaskap frá starfsfólki þar sem hún er ekki bólusett. Það uppgötvaðist í dag að hún væri ekki bólusett og var henni þá gert að fara í tvö hraðpróf sem reyndust neikvæð. Nú er konunni hins vegar gert að fara einnig í PCR próf en hún neitar því enda er ekki óalgengt  að fólk skaðist við að fá pinna upp í  nefkok og ofan í munnkok. Spítalinn hefur ekki boðið henni að taka munnstroku eða blóðprufu í staðinn.

Ungu konunni, sem er með barn á brjósti, er nú gert að koma sér heim og vera þar í einangrun, en konan er mikið veik og þurfti því á innlögn að halda.

Undarlegt þykir að konan sé send heim á þessum tímapunkti þar sem hún hefur nú þegar legið á spítalanum í tvo daga og er ekki með Covid og þar af leiðandi ekki sýkt neinn.

Konan hefur uppfært frásögn sína. Hún gaf eftir og fór í PCR próf.

,,Sæl öll og takk fyrir svörin og stuðninginn. Til að vera skýr, þá settu þau mér afarkosti. Annað hvort að fá læknishjálp í einangrun, eða enga. Ég er með barn á brjósti og get því ómögulega farið í einangrun, svo ég gaf eftir og fór í testið. Það sem var leiðinlegt var hvernig þau komu þessu frá sér, læknirinn uppveðraðist allur þegar ég neitaði og benti á að ég væri óbólusett, eins og það kæmi málinu eitthvað við. Svo það hljómaði eins og það væri verið að taka mig fyrir vegna þessa. En þau vilja meina að þetta sé protocol, að allir sem koma inn á deild fari í próf og ég hafi hreinlega bara gleymst. Svo ef það er í raun staðan, þá vitið þið það. Engin hjálp nema í einangrun, ef maður neitar prófi. Svo upprunalega þegar hún kom að taka prófið kom hún bara inn í sínum venjulegum fötum, en eftir að ég hafði neitað í fyrstu, tóku þær testið í covidbúningum og ég sett í einangrun þangað til ég fæ niðurstöður. Má til með að nefna líka að ég er ekki með nein einkenni fyrir utan hita." (Niðurstöðurnar eru komnar og kona ekki með Covid.)


Image