Ríkisstjóri Flórída vill stofna sinn eiginn ríkisher

frettinErlent

Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, hefur leitast eftir að stofna borgaralegan her í ríkinu sem yrði undir hans stjórn en ekki hernaðarmálaráðuneyti landsins.

DeSantis kynnti áætlun um stofnun hersins sem kallast myndi ríkisvarðarlið Flórída (Florda State Guard) og tilgangurinn með liðinu væri að veita þjóðvarðarliði Flórída stuðning þegar á fellibyljum, heimsfaraldri og öðrum neyðartilfellum stæði.

Hann benti á að borgarherinn sem í byrjun myndi samanstanda af 200 sjálfboðaliðum myndi veita „sveigjanleika og getu sem þarf til að bregðast við atburðum í ríkinu á sem áhrifaríkastan hátt."

Ríkisstjórinn vill fá 3,5 milljónir dollara til að byrja með til að reisa herinn og þjálfa og vopna sjálfboðaliðana.

„Að endurreisa ríkisvarðarlið Flórída mun leyfa almennum borgurum alls staðar að úr ríkinu að fá bestu mögulegu þjálfun í neyðarviðbrögðum og hafa getu til að skipuleggja og virkja sig mjög, mjög hratt,“ bætti DeSantis við.

Þessi tillaga DeSantis kemur í kjölfar tilskipunar Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sem varar við því að launum þjóðvarðarliðsmanna sem neita Covid bólusetningu verði haldið eftir og þeim bannað að taka þátt í frekari æfingum.

Ríkisstjóri Oklahoma, Kevin Stitt, óskaði eftir undanþágu fyrir liðsmenn varðliðsins í sínu ríki, en varnarmálaráðherrann varð ekki við þeirri beiðni.

Demókratar í Flórída lýstu strax yfir áhyggjum sínum og Charlie Crist sem býður sig fram fyrir demókrata á móti DeSantis í ríkisstjórakosningum 2022, skrifaði á Twitter: „Enginn ríkisstjóri ætti að hafa sína eigin handvöldu leynilögreglu.

CNN sagði frá.