Konu neitað um líf-og sjúkdómatryggingu vegna aukaverkana eftir bólusetningu

frettinInnlendar

Íslensk tryggingafélög eru farin að hafna fólki um líf- og sjúkdómatryggingu eða krefja það um upplýsingar hafi það tekið þátt í tilraunabólusetningu sóttvarnaryfirvalda gegn veirunni.

Í hópi á Facebook setti kona fram fyrirspurn um það hvort einhverjar aðrar hefðu lent í því sama hún þegar hún ætlaði að kaupa líf- og sjúkdómatryggingu. Hafði tryggingafélagið TM neitað henni um tryggingu vegna aukaverkana af völdum bóluefnanna.

Kemur fram hjá konunni að hún hafi verið sérstaklega spurð út í aukaverkanir vegna bólusetningar vegna veirunnar og fannst henni það undarlegt. Fram kemur hjá öðrum að t.d. VÍS hafi tilkynnt tryggingatökum að þeir þyrftu að tilkynna “áhættubreytingu” og undir það félli tilraunabólusetning vegna veirunnar. Í umræðum í hópnum kannast enginn við að það hafi tíðkast að spyrja út í hefðbundnar bólusetningar þegar slíkar tryggingar væru keyptar.

Haft var samband við TM og spurt út í málið og svarið var að svona mál væru alltaf skoðuð á meðan verið væri að rannsaka sjúkdóma. Var starfsmanninum þá sagt að ekki væri verið að rannsaka þessar aukaverkanir. Starfsmaðurinn var einnig spurður að því hvort umsækjandi þyrfti að svara spurningum um sjúkdóma í umsókn um tryggingu. Svarið við því var ,,já."

Á síðu TM er hægt að óska eftir tilboði í líf-og sjúkdómatryggingar en ekkert var  spurt um sjúkdóma, aðeins hvort umsækjandi reykti, mánaðarlega laun hans, atvinnu og þess háttar. Í lok umsóknar kemur upp ákveðin heildargreiðsla á ári og óskað er eftir kreditkortaupplýsingum til að ganga frá kaupunum. 

Starfsmaðurinn sem rætt var við vildi heldur ekki meina að umsókninni hafi verið hafnað, en ekki er annað að sjá í svari fyrirtækisins en að um höfnun sé að ræða, en umsækjanda bent á að hann geti sótt um siðar.

Hér er umsókn frá félaginu og skjáskot af frásögn konunnar og svari TM er hér neðar:

Image