22 ára transkona slær tvö Bandaríkjamet í kvennasundi

frettinErlent

22 ára transkona, Lia Thomas, sem keppir í sundi með háskólanum University of Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur undanfarið sýnt yfirburðaframmistöðu í sundi kvenna. Lia setti fjölmörg sund- og mótsmet á þriggja daga sundmóti í  háskóla í Ohio um síðustu helgi.

Lia Thomas sló í gegn á föstudagskvöldið í forkeppni og úrslitum í 450 metra skriðsundi kvenna á sundmóti í háskóla í Ohio, samkvæmt niðurstöðum sem skólinn birti.

Í úrslitum náði Thomas vinningstímanum 4:34,06 sem er nógu gott fyrir nýtt met.

Sundkonan hélt áfram að slá met á laugardaginn með næstum 7 sekúndna sigri í 180 metra skriðsundi á tímanum 1:41,93 sem er jafnframt landsmet í kvennasundi.

Um helgina setti hún einnig nýtt met í 1500 metra skriðsundi og kláraði þá keppnina á 15:59,71, meira en 38 sekúndum á undan liðsfélaga sínum Anna Kalandadze sem var í öðru sæti.

Sigurinn kemur stuttu eftir að tíu ríki Bandaríkjanna banna transgender íþróttafólki að keppa í kvennaíþróttum í skólum.

Heimild.