Bretar senda úrgang til Rúmeníu – merktur sem notaðar vörur

frettinErlent

Rannsókn sjónvarpsstöðvarinnar BBC hefur leitt í ljós að breskur úrgangur er ólöglega fluttur til Rúmeníu og urðaður þar. Rúmensk yfirvöld segja að sendingarnar, merktar sem notaðar vörur, hafi í raun bara verið einskis virði drasl sem ætlað var til urðunar.

Það er hægt að græða milljónir á þessum svokallaða úrgangsglæp þar sem ódýrara er að senda rusl til útlanda og henda því en að borga fyrir að farga því á réttan máta heima fyrir. Rúmensk stjórnvöld hafa skorað á Bretland að gera meira til að útrýma þessum ólöglegu viðskiptum.

BBC segir frá.