Sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi gagnrýnir sóttvarnayfirvöld

frettinInnlendar

Í upphafi 18. sveitastjórnarfundar Múlaþings í dag kvaddi sveitastjórnarfulltrúi Þröstur Jónsson sér hljóðs fyrir auglýsta dagskrá. Ástæðan var sú að fundurinn hafði verið fluttur úr því að vera snertifundur í fjarfund vegna aukinna Covid smita í sveitarfélaginu.

Þröstur veltir fyrir sér hvernig sveitastjórn sem og samfélagið í heild sinni ætlar að lifa með vírusnum sem hann telur ekki vera á förum. Þá fór hann yfir í stuttu máli þá truflun og skaða sem langvarandi ástandið væri að valda á öllum sviðum.

Þröstur klingdi svo út með að senda sóttvarnayfirvöldum tóninn og spurði hvernig það mætti vera að eitt fjölmennasta ríki Indlands, Uttar Pradesh með yfir 240 milljón íbúa væri búið að drepa faraldurinn. Benti hann á að bólusetningarhlutfall í ríkinu væri aðeins u.þ.b. 30% en þar væru aðeins um 7 smit á dag. Á sama tíma og faraldurinn væri úr böndunum hjá okkur 360 þús. manna samfélagi með fleiri hundruð smit á dag og bólusetningahlutfall í kringum 90%.

Þröstur bað Guð um að gefa sóttvarnayfirvöldum víðsýni og skoða hvað ríki eins og Uttar Pradesh gerðu til að ná svo góðum árangri sem raun ber vitni, í stað þess að fylgja lítt árangursríkum tilskipunum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni í blindni.

Hann vitnaði í að í Uttar Pradesh væri prótokoll fyrir þá sem sýktust og jafnvel til forvarnar líka. Benti hann líka á að slíkur ekki opinber prótokoll væri til á Íslandi og Bandaríkjunum sem væru notaðir að því er virtist með góðum árangri. 
Þá taldi Þröstur það ótækt að ekki mætti ræða þessi mál opinskátt.

Hér má sjá upptöku af sveitastjórnarfundinum í heild sinni, og hefst þessi umræða 10:53 inn í myndskeiðið.

Frosti Sigurjónsson fyrrum þingmaður og fleiri hafa fjallað um árangurinn í Uttar Pradesh og fleiri löndum sem hafa farið aðrar leiðir í baráttunni við faraldurinn en WHO leggur til.

Hér má sjá viðtal við Frosta um þetta

Frettin.is hafði samband við Þröst vegna málsins. Aðspurður hvort þessi málaflokkur ætti heima á sveitastjórnastiginu, sagði hann að þetta stórmál snerti alla háa sem lága í samfélaginu. Almannavarnanefnd á Austurlandi væri tam. endalaust að funda um málið. Hann taldi það óásættanlegt að eftir tvö ár væri enginn prótokoll fyrir ný-sýkta né forvarnar-prótokoll. Eini prótokollinn sem virtist vera í gangi hjá heilbrigðiskerfinu væri: „Komdu bara á spítalann þegar þú verður blár í framan“

Hann sagðist þreyttur á horfa upp á fólk og stofnanir nánast haft að fíflum þar sem það væri alltaf að koma betur og betur í ljós að vel er hægt að gera mun betur í að gera þennan faraldur að engu. Jafnvel það eitt að bæta úr útbreiddum D3-vítamín skorti meðal þjóðarinnar mundi geta spilað stóra rullu í því samhengi og vitnaði í rannsóknir máli sínu til stuðnings.

Hér að neðan má sjá samanburð smita í Uttar Pradesh og Íslandi.

ImageImage