Zoran býður fram aðstoð fyrir óbólusetta sem fá ekki afgreiðslu hjá Mæðrastyrksnefnd

frettinInnlendar

Frettin.is tók viðtal við Zoran Kokotovic sem er eigandi Café Roma í Kringlunni. Zoran hefur boðið fram aðstoð sína fyrir óbólusett fólk sem minnst má sín í samfélaginu og hefur þurft að leita á náðir mannúðarsamtaka eftir mataraðstoð.

Zoran segist hafa verið misboðið þegar hann sá fréttir þess efnis að óbólusettu fólki væri mismunað hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og ekki hleypt inní húsnæðið.

Frettin.is birti nýlega frétt um að nefndin neiti að afgreiða óbólusett fólk innandyra og það sé ekki velkomið inn í húsnæðið, það geti aftur á móti sótt matarpoka utandyra. Þarna er augljóslega um mismunun að ræða sem er brot á Stjórnarskrá landsins. Lögmaður sem starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndarmála skrifaði nýlega grein um málið þar sem hann rökstyður lögbrotið sem Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur er að fremja.

Zoran segist vera tilbúinn að selja íbúðina sína til að getað hjálpað fólkinu, en þeir fjármunir endast ekki lengi fyrir mikið af fólki og því sé mikilvægt að sjálft fólkið rísi upp gegn þessu ástandi sem Zoran segir ekki boðlegt og eigi hvergi að líðast.

Zoran segir að rúmlega 1600 fjölskyldur þurfi að leita sér mataraðstoðar á Íslandi, en hann viti ekki hversu margir séu óbólusettir en það eigi eftir að koma í ljós.

Náunginn hjálparsamtök hafa einnig nýlega boðið fram aðstoð sína og mun á næstu dögum opna heimasíðu þar sem fólk getur lagt inn umsókn fyrir mataraðstoð á heimasíðunni naunginn.is. Zoran segir að hann ætli sjálfur í Bónus fyrir þá sem sækja um og tína sjálfur í pokana.

Zoran kemur frá Serbíu en hefur búið á Íslandi í 30 ár og talar góða íslensku. Hann segist  sjálfur hafa upplifað margra ára stríð og þekkir því erfitt líf og vill gera allt sem hann getur til að hjálpa. Hann líkir ástandinu í dag víða um heim við stríðsástand og telur að ef ekkert verði aðhafst gegn þessum rísandi fasisma og mannréttindarbrotum sem víða hafa verið framin á tímum Covid, þá muni illa fara fyrir samfélaginu, segir hann.

Viðtalið við Zoran má sjá hér að neðan.