Dómstólar þurfa að vernda stjórnarskrána fyrir stjórnvöldum – staðan í Bandaríkjunum

frettinErlent

Þann 8. desember sl. ritaði yfirritstjóri hjá The Heartland Institute, Chris Talgo, eftirfarandi grein um stöðuna í Bandaríkjunum þegar kemur að tilraunum Joe Bidens og stjórnar hans við að koma á bólusetningarskyldu sem dómstólar hafa ítrekað fellt úr gildi. Greinin er fróðleg vegna þess að í henni kemur vel fram hvernig stjórnvöld/framkvæmdavaldið er að reyna að taka sér vald sem brýtur gegn stjórnskipan Bandaríkjanna.

Engin sambærileg mál hafa farið fyrir dómstóla á Íslandi vegna faraldursins og framgöngu stjórnvalda hér á landi. Verður því fróðlegt að sjá hvort íslenskir dómarar munu standa sama vörð um íslenska stjórnskipan komi til málaferla hér á landi líkt og dómarar í Bandaríkjunum hafa gert þar í landi.

Grein Chris Talgo er hér að neðan:

Dómsvaldið lítur ekki lengur undan þegar stjórnvöld fara út fyrir heimildir sínar

Þann 7. desember veitti bandaríski héraðsdómarinn R. Stan Baker áætlunum Joe Biden forseta enn eitt náðarhöggið. Í stuttu máli úrskurðaði Baker að bólu-
setningarskylda Biden fyrir alríkisverktaka stæðist ekki stjórnarskrá og ógilti þar með bólusetningarskylduna á landsvísu.

Baker tók fram: „Dómstóllinn gerir sér grein fyrir þeim hörmulega tolli sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur valdið þjóðinni og heiminum. Hins vegar, jafnvel á krepputímum, verður dómstóllinn að standa vörð um réttarríkið og tryggja að öll stig stjórnvalda starfi innan þeirra stjórnskipalegu marka sem þeim eru sett.“

Bravó, Baker dómari.

Auðvitað var Biden-stjórnin ekki ánægður með úrskurð Bakers. Eftir úrskurðinn sagði Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, „Ástæðan fyrir því að við lögðum fram þessa bólusetningarskyldu er sú að við vitum að það virkar og við erum fullviss um getu okkar, lagalega, til að láta þetta gerast um allt land.

Í alvöru? Ef það væri raunin, hvers vegna í fyrsta lagi viðurkenndi þá Ron Klain, starfsmannastjóri Biden, að í grundvallaratriðum færi bólusetningarskylda í bága við stjórnarskrá?

Hafir þú gleymt því að í september sl. endurtísti Klain þessu nú alræmda kjaftæði frá MSNBC, Stephanie Ruhle, „OSHA ( Occupational Safety and Health Administration) um að setja þessa bólusetningarskyldu sem neyðaröryggisreglu á vinnustað er fullkomin lausn fyrir alríkisstjórnina til að krefjast bólusetninga. ”

Með öðrum orðum, Klain upplýsti þarna fyrir nokkrum mánuðum um ásetning Biden-stjórnarinnar um að ætlunin væri að nota OSHA til að sniðganga stjórnarskrána, og það áður en bólusetningarskylda var opinberlega tilkynnt.

Sem betur fer er dómsvaldið að standa vörð um stjórnskipanina með því að setja takmörk á hið valdasjúka framkvæmdavald undir Biden forseta.

Úrskurður Bakers er sá síðasti í röð nokkurra lagalegra sigra gegn bóluefnaskyldu Biden á landsvísu.

Fyrsti stóri sigurinn var þegar „fimmti áfrýjunardómstóllinn“ ógilti bóluefnaskyldu Biden sem átti að taka til allra einkafyrirtækja með 100 eða fleiri starfsmenn.

Í kjölfarið fylgdi dómsúrskurður varðandi bólusetningarskyldu Biden fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn.

Þannig að síðan Biden tilkynnti um umdeilda bólusetningarskyldu sína um miðjan september sl., hafa þrír mismunandi dómarar dæmt að skyldan fari í bága við stjórnarskrá. Þrátt fyrir að Psaki hafi gert lítið úr þessum niðurstöðum dómstólanna, boða þær ekki gott fyrir framtíð bóluefnaskyldunnar.

Samt, fyrir okkur sem trúum á stjórnarskrána, eftirlit og jafnvægi, aðskilnað valds, sambandshyggju og einstaklingsfrelsi, eru úrskurðirnir eins og Biden sagði eftir samþykkt Obamacare „stórt magnað samkomulag.“

Í áratugi hefur framkvæmdarvaldið tekið sér vald sem samkvæmt stjórnarskránni tilheyrir þinginu og ríkjunum. Frá Woodrow Wilson til FDR til LBJ til George W. Bush til Barack Obama, hefur þróunin verið í þágu framkvæmdavaldsins.

Dómsvaldið hefur að mestu leyti setið hjá þegar fyrri forsetar hafa gert atlögu að stjórnarskránni með alltaf yfirgripsmeiri framkvæmdafyrirmælum en áður hafa þekkst o.s.frv.

Hins vegar virðist í fyrsta skipti í langan tíma sem dómsvaldið hafi uppgötvað að það hefur hlutverki að gegna og skal af trúmennsku styðja við stjórnarskrána.

Árið 1788, í umræðum um staðfestingu stjórnarskrárinnar, varaði James Madison við því að: „Söfnun alls valds, löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds á sömu hendur, hvort sem það er eins, fárra eða margra, og hvort sem það er arfgengt, sjálfskipað, eða kosið, mætti réttilega tala um það sem skilgreininguna á harðstjórn.

Sem betur fer lítur dómsvaldið út fyrir að vera aftur orðið varnarliðið gegn harðstjórninni sem Madison varaði við áður en stjórnarskráin varð að lögum landsins.

Heimild