Reykjavíkurborg fordæmd fyrir transfóbíu – Hugleikur Dagsson sökudólgurinn

frettinInnlendar

Samfélag transfólks logar nú vegna nýútkomins bæklings sem gefinn er út af Reykjavíkurborg og inniheldur leiðbeiningar fyrir starfsfólk til starfsmanna íþrótta og sundstaða um hvernig á að bregðast við spurningum varðandi transfólk í kynbundum rýmum eins og salernum o.fl.

Hugleikur Dagsson var fenginn til að teikna myndir í bæklinginn og hefur hann í framhaldi verið sakaður um transfóbíu og kvenfyrirlitningu. Á einni myndinni er kona með brjóst á kynfærasvæðinu sem líkjast júgrum og önnur af einhverskonar ,,friki" klæddu kjól með ananas á höfðinu og ekki hægt að sjá hvort kynið það er.

Þetta nýja útspil Reykjavíkurborgar og listamannsins hefur ekki fallið vel í kramið hjá hinsegin samfélaginu og er nú talað um að útskúfa eigi Hugleiki og forsvarsmönnum Reykjavíkurborgar sem standa að þessum bæklingi.

Twitter færslu um málið og teikningarnar umdeildu má sjá hér að neðan.


ImageImage