Ísraelar mótmæltu hertum aðgerðum við heimili forsætisráðherrans

frettinErlent

Fjöldi manns kom saman við heimili forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, sl. laugardagskvöld. Fólkið var að  mótmæla aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirunnar.

Í síðustu vikur voru settar nýjar sóttvarnarreglur í Ísrael þar sem þeir sem smitaðir eru af Omicron afbrigðinu verða að sæta sóttkví í 14 daga, í stað 10 daga fyrir þá sem eru með önnur afbrigði veirunnar, sagði heilbrigðisráðuneytið á miðvikudag.  Þrjár milljónir Ísraela hafa ýmist ekki fengið bólusetningu og/eða örvunarskammt og eru því flokkaðir sem óbólusettir og eru ekki með bólusetningapassa.

Omicron-berar verða að vera einkennalausir síðustu þrjá dagana á þessum 14 dögum til að fá vottorð sem staðfestir að viðkomandi hafi náð bata, sagði heilbrigðisráðuneytið. Fyrir nokkrum dögum sagði heilbrigðisráðherra landsins að mögulega yrði samþykkt að veita fjórðu sprautuna við Covid á næstunni, en þó óvíst hvort og hvenær.

Hér er hægt skoða myndasafn frá mótælunum, á einni þeirra má sjá mann með skilti sem segir: ,,Benitto, ef þetta er stríð sem þú vilt, þá er þetta stríð sem þú færð." Myndband af samkomunni, sem var nokkuð hávær, má einnig sjá hér neðar.