Rússland beitir neitunarvaldi gegn ályktun Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar

frettinErlent

Rússar beittu í dag neitunarvaldi gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að loftslagsbreytingar verði viðurkenndar sem ógn við alþjóðlegan frið og öryggi.

Simon Coveney utanríkisráðherra Írlands hefur sagði það „mikil vonbrigði" að Rússar hafi beitt neitunarvaldi gegn sameiginlegri ályktun Írlands og Níger sem hefði tryggt að ógnin sem stafaði af loftslagsbreytingum væri bætt inn á dagskrá Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Á Twitter sagði Coveney ráðherra að það hefði verið „gífurlegt afrek" hjá Írum í öryggisráðinu að fá 113 meðlimi SÞ til að standa með ályktuninni um loftslagsmál.

Hann bætti hins vegar við að það hefðu verið: ,,Mikil vonbrigði að Rússar ákváðu að greiða atkvæði á móti og beita því neitunarvaldi gegn sögulegri ályktun sem hefði annars verið samþykkt.

Rússland er eitt af fimm ríkjum sem hafa neitunarvald á ályktunum ásamt Kína, Frakklandi, Bandaríkjunum og Bretlandi.

Indland var einnig á móti áætluninni á meðan Kína sat hjá, sem þýðir að ályktunin hlaut stuðning frá 12 af 15 aðildarríkjum ráðsins.

Í drögum að ályktuninni var Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, hvattur til að „samþætta loftslagstengda öryggisáhættu sem miðlægan þátt í alhliða áætlunum til að koma í veg fyrir átök."

Heimild.