Borin hafa verið kennsl á 26 lík þeirra sem drukknuðu í Ermasundi

frettinErlentLeave a Comment

Frönsk yfirvöld hafa formlega borið kennsl á 26 af 27 líkum sem fundust eftir drukknun á Ermarsundi í síðasta mánuði.

Sextán Kúrdar frá Írak og fjórir Afganar voru meðal þeirra drukknuðu, og hafa fjölskyldur þeirra verið upplýstar.

Þar á meðal voru tveir vinir frá sama bæ sem létust í þessum verstu hörmungunum flóttamanna á Ermarsundi.

Gúmmíbátur þeirra sökk í tilraun til að komast yfir til Bretlands frá Frakklandi  24. nóvember sl.

Sjónvarpsstöðin BBC ræddi við fjölskyldur Rezhwan Hassan, 18 ára, og Afrasíu Mohammed, 27 ára, sem báðir voru frá bænum Rania í Kúrdistan-héraði í Írak.

Fjölskyldurnar höfðu ekkert heyrt frá mönnunum tveimur síðan hamfarirnar urðu og biðu milli vonar og ótta eftir fréttum. Vinirnir tveir greiddu smyglurum hvor um sig þúsundir dollara til að hjálpa þeim að komast til Bretlands.

BBC segir frá.

Skildu eftir skilaboð