Jón Magnússon gagnrýnir Þórólf – Nú er nóg komið

frettinInnlendarLeave a Comment

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður skrifar harðorðan pistil á moggablogg sitt og segir að nú sé nóg komið. Hann segir að Þórólfur tali með líkindamáli fremur en vísindum og slík vinnubrögð séu ekki boðleg og spyr sig hvor það sé afsakanlegt að tefla í tvísýnu líkamlegu heilbrigði ungu kynslóðarinnar við þessar aðstæður og dæla tilraunalyfi inn í börn sem enginn sér fyrir endann á.

Pistil Jóns má lesa hér:

Prófessor í smitsjúkdómafræði við HÍ segir, erfitt að yfirfæra rannsókn í S-Afríku á Omicron,sem sýndi væg veikindi yfir á Ísland. Margar fleiri rannsóknir og gangurinn í Evrópu benda til hins sama. Mjög lítil veikindi. Samt skal herða aðgerðir.

Nú gildir sú regla, að frelsi borgaranna skal skerða þegar nýtt afbrigði af kórónuveirunni hversu veikt sem það er verður til. Það sýnir taugaveiklun á hæsta stigi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir talar um, að af því að eitthvað geti verið ef til vill og kanski, beri að bólusetja börn allt niður í 5 ára aldur og segir:

,,Ávinningurinn sé líklega meiri en áhættan."

Er afsakanlegt að tefla í tvísýnu líkamlegu heilbrigði ungu kynslóðarinnar við þessar aðstæður? Dæla tilraunalyfi inn í börn?

Samt vitum við að fólk sem er þríbólusett deyr úr Kóvíd. Það smitar og það smitast. Er ekki rétt að doka við og leyfa tilraunatímanum að líða áður en þessu tilraunalyfi er dælt í börnin okkar?


Skildu eftir skilaboð