Google rekur starfsmenn sem hafna bólusetningu, líka þá sem eru í fjarvinnu

frettinErlentLeave a Comment

Fyrirtækið Google sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu í Bandaríkjunum ætlar að reka starfsmenn sem neita að fara í Covid bóluetningu, að sögn fréttastöðvarinnar CNBC.

Starfsmenn sem hlýða ekki reglum um bólusetningaskyldu sem á að taka gildi frá og með 18. janúar nk. eða framvísa undanþágu frá lækni verður til að byrja með gert að fara í 30 daga launað frí. Starfsfólkið hafi fram til 3. desember til að senda staðfestingu á bólusetningu eða umsókn um undanþágu. Google mun ekki samþykkja sýnatökur í stað bólusetninga, samkvæmt minnisblaði fyrritækisins sem CNBC vísaði til.

Eftir 30 daga greitt orlof, mun Google senda starfsfólk sitt í launalaust leyfi í allt að sex mánuði, og reka það síðan.

Í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðilsins Protocol sagði talsmaður Google að bólusetningaskylda fyrirtækisins sé „ein mikilvægasta leiðin til að halda vinnuafli Google öruggu og þjónustunni gangandi.

„Við erum staðráðin í að gera allt sem unnt er til að hjálpa starfsfólki okkar sem geta farið í bólusetningu að gera svo og standa þannig fast við bólusetningastefnu okkar,“ segir í yfirlýsingunni.“

Bólusetningastefna Google hefur ekki valdið víðtækum deilum meðal rúmlega 150.000 starfsmanna þess, þó með nokkrum undantekningum. Í lok nóvember höfðu að minnsta kosti 600 starfsmenn undirritað yfirlýsingu gegn þessari skyldu fyrirtækisins.

Google ætlar að krefjast þess að flestir starfsmenn þess komi á skrifstofuna þrjá daga vikunnar, en mun leyfa um 20% starfsmanna að halda áfram í fjarvinnu. Jafnvel starfsmenn sem eru í fjarvinnu þurfa að láta bólusetja sig nema verksvið þeirra tengist ekki beint eða óbeint samningsvinnu fyrir alríkisstjórnina, samkvæmt nýja minnisblaðinu.

Biden stjórnin gaf út tilskipun um skyldubólusetningu allra fyrirtækja í Bandaríkjunum sem eru með 100 eða fleiri starfsmenn. Þó nokkur ríki hafa svarað þessu með því að banna skyldubólusetningar í ríkjum sínum, þar á meðal Texas. Þá hefur dómstóll fellt tilskipunina úr gildi á landsvísu, en málið gæti farið til æðri dómstóls.

Skildu eftir skilaboð