Omicron bylgjan drifin áfram af heilbrigðu og fullsprautuðu ungu fólki

frettinErlentLeave a Comment

Helgi Örn Viggósson skrifar:

Fyrir nokkrum dögum síðan kom út skýrsla frá dönsku sóttvarnastofnuninni sem sýndi að hröð bylgja omicron þar í landi legðist fyrst og fremst á fullbólusett ungt fólk [1]. Núna streyma fréttir af þessu nýja ótrúlega mikið stökkbreytta afbrigði víða að úr heiminum, sem aldrei þessu vant eru nokkuð samhljóma um þetta. Þannig eru fyrstu tölur frá CDC í BNA 79% fullbólusettir (næstum helmingurinn af þeim 3-bólusettir) [2] og í umfjöllun The Telegraph, þar sem horft til nokkurra landa eru tilfellin 70-75% á meðal yngri en 40 ára. Athyglisverð frétt í NPR, greinir frá því að Cornell háskóli hafi orðið að setja starfsemina á rautt viðbragðsstig og loka hluta háskólasvæðisins vegna stóraukins fjölda smita, sem nánast öll voru greind hjá fullbólusettum:

"Virtually every case of the Omicron variant to date has been found in fully vaccinated students, a portion of whom had also received a booster shot. We have not seen evidence of significant disease in our students to date", var haft eftir talsmanni skólars. [4]

Af þessum fréttum að dæma virðist sem að bólusettir smiti og smitist meira, hvort sem þeir eru tví- eða þrísprautaðir.

1. Omicron vill frekar bólusett fólk!

2. SARS-CoV-2 B.1.1.529 (Omicron) Variant — United States, December 1–8, 2021 - https://www.cdc.gov/mmwr/volumes/70/wr/mm7050e1.htm


3. Omicron wave driven by 'young, healthy, vaccinated' population - https://www.telegraph.co.uk/.../omicron-wave-driven.../


4. Cornell shuts down its Ithaca campus after significant signs of omicron variant found - https://www.npr.org/.../cornell-university-omicron-campus...

Skildu eftir skilaboð