Rafmyntasvindl stóreykst – svindlarar stálu um átta milljörðum dollara á árinu

frettinErlentLeave a Comment

Rafmyntasvindlarar græddu næstum 7,7 milljarða dala árið 2021, samkvæmt gagnarannsókna- og þjónustufyrirtækinu Chainalysis.

Þessar auknu tekjur af rafmyntasvindli, sem hafa aukist um 81% frá því á síðasta, ári koma aðallega til vegna nokkuð nýrrar tegundar af svindli sem kallast „teppatog (e. rug-pull). Meira en 2,8 milljarðar dala af tapi fjárfesta í rafmyntaviðskiptum, eða 37% af heildartapinu, er vegna þessarar nýju aðferðar á svindli.

Teppinu er kippt undanþegar útgefandi myntarinnar lætur sig óvænt hverfa frá myntútgáfunni og tekur fjármuni fjárfestana með sér.

Þetta er ein stærsta tegund glæpastarfsemi sem byggir á rafmyntasvindli og er sérstaklega miðuð að nýjum notendum. Svindlið er jafnframt ein stærsta ógnin við áframhaldandi upptöku rafmyntar,“ sagði Chainalysis.

Eitt af þessu svindli sem vakti mikla athygli fjölmiðla var með svokallaða Squid mynt, byggð á vinsælu Netflix seríunni "Squid Game," þar sem áætlað er að notendur hafi tapað um 12 milljónum dala, segir í skýrslunni.

Stærsta svindlið af þessu tagi á árinu var í Tyrklandi, þar sem notendur töpuðu meira en tveimur milljörðum dala eftir að forstjóri félagsins Thodex sem var í  rafmyntaviðskiptum lét sig skyndilega hverfa og lokað var fyrir viðskiptin.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð