Mælt með að hætta smitrakningu í Suður-Afríku

frettinErlent, PistlarLeave a Comment

Í Suður-Afríku, þar sem nýjasta afbrigði kórónuveirunnar sem kölluð er heimsfaraldur hófst, hafa nú komið fram meðmæli um að hætta smitrakningu vegna sömu veiru. Ástæðan er sú að flestir sem bera veiruna sýna lítil einkenni og til lítils að reyna rekja hvernig hún smitast. Að auki er talið að kostnaður við prófanir sé einfaldlega of mikill miðað við ávinninginn og einnig að fórnir þeirra sem lenda í sóttkví séu of miklar. Þetta kemur fram í frétt News24.com.

Hið nýja afbrigði, ómíkron, hefur ekki verið nægilega kortlagt til að meta áhrif þess á innlagnir á spítala og dauðsföll í kjölfar smits. Engu að síður er nú víða hert að frjálsu samfélagi manna vegna afbrigðisins, og sóttvarnalæknir Íslands nýlega sagt að afbrigðið sé önnur tegund veiru. Engu að síður á að halda í sömu lyfjameðferðir, fyrirbyggjandi aðgerðir og takmarkanir.

Skildu eftir skilaboð