Ekki lagaleg heimild fyrir einangrun eða sóttkví – Simmi Vill

frettinInnlendarLeave a Comment

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson eða Simmi vill eins og hann er kallaður segist hafa komist að því eftir samtal í gær að ekki sé lagaleg heimild fyrir einangrun eða sóttkví og hægt sé að kæra þær aðgerðir.

Snemma á þessu ári þá var kona sem hafði verið nauðungarvistuð á hóteli látin laus eftir að lögmenn konunnar stefndu málinu fyrir dóm eftir ákvörðun yfirvalda, en það voru Vivos lögmenn og Ómar R. Valdimarsson sem fluttu málið fyrir dómi.

Í frétt á mbl segir eftir úrskurðinn:

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt skyldudvöl í sótt­varna­húsi ólög­mæta í mál­um þeirra  sem höfðað hafa mál á hend­ur rík­inu vegna skyldudval­ar í sótt­varna­húsi, sem tek­in voru fyr­ir í dag.

Þetta staðfest­ir Ómar R. Valdi­mars­son lögmaður í sam­tali við mbl.is. „Niðurstaðan er sú að reglu­gerðin á sér ekki nægj­an­lega laga­stoð og um­bjóðanda mín­um verður ekki gert að dvelja í sótt­varna­húsi enda talið sýnt að hann geti lokið við sótt­kví heima hjá sér,“ seg­ir hann.

Skjáskot af innleggi Simma á Twitter má sjá hér að neðan.


Image

Skildu eftir skilaboð