Ísrael boðar í fjórðu sprautuna – munum sigrast á Omicron segir forsætisráðherrann

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Ísrael er fyrst ríkja til að tilkynna að það muni bjóða upp á fjórða skammtinn af Covid bóluefni fyrir þá sem eru 60 ára og eldri.

Ákvörðuninni, sem nefnd sérfræðinga heilbrigðisráðuneytisins mælti með, var fagnað sem „frábærum fréttum“ af Naftali Bennett forsætisráðherra landsins. Forsætisáðherrann sagði að ráðstöfunin „muni hjálpa okkur að sigrast á Omicron-bylgjunni sem er að breiðast út um allan heimi."

Upplýsingamiðstöð ísraelsku ríkisstjórnarinnar um heimsfaraldur tilkynnti fréttirnar á Twitter á þriðjudag og sagði: „Ísrael verður fyrsta ríkið í heiminum til að gefa fjórða skammtinn af Covid-19 bóluefni. Fyrsti hópurinn sem verður gjaldgengur í fjórðu sprautuna er heilbrigðisstarfsfólk og þeir sem hafa náð 60 ára aldri.

Bennett hvatti mannskapinn til að fá fjórða skammtinn. Hann sagði: „Mín skilaboð eru - ekki sóa tímanum, farið í bólusetningu.“

Á þriðjudaginn höfðu  alls 340 Omicron tilfelli greinst í Ísrael, samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu.

Independent greindi frá.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *