New York býður heimsendingu á bóluefni og $100 hvatningastyrk

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Bill de Blasio, borgarstjóri New York, tilkynnti í vikunni að nú megi panta Covid bólusetningateymi til að koma heim til fólks og gefa því bóluefni. Því fylgir 100 dollara hvatningastyrkur fyrir hvern fjölskyldumeðlim sem vill sprautu.

„Bólusetningateymi kemur heim til þín – það getur bólusett alla fjölskylduna, hvort sem það er fyrsta, önnur eða þriðja sprautan," sagði De Blasio. Auk þess fylgir 100 dollara gjöf fyrir hvern fjölskyldumeðlim sem lætur bólusetja sig, bætti borgarstjórinn við.  

Fimm manna fjölskylda fengi því 500 dollara greidda fyrir að láta bólusetja sig heima, eða um 65 þúsund íslenskar krónur.

Hér má horfa á fréttina með borgarstjóranum þar sem hann kynnir þessa nýju þjónustu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *