Segir Þýskaland reyna að breyta ESB í ,,þýska fjórða ríkið”

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Jarosław Kaczyński, leiðtogi stjórnarflokksins PiS í Póllandi og staðgengill forsætisráðherra segir Þýskaland vera að reyna breyta ESB í „þýska fjórða ríkið“.

Í samtali við pólska dagblaðið GPC, sagði Kaczyński að sum lönd væru „ekki áhugasöm um að þýskt fjórða ríki yrði byggt á grundvelli ESB.“

„Ef við Pólverjar sættum okkur við þess konar nútíma undirgefni verðum við veigaminni fyrir vikið í ýmsu samhengi.“ Hann bætti því við að Evrópudómstóllinn væri notaður sem „tæki“ fyrir miðstýringu.

Pólland hefur lengi átt í deilum við ESB, sérstaklega vegna breytinga á dómskerfi landsins sem PiS flokkurinn hefur knúið í gegn frá árinu 2015.

ESB sagði í vikunni að sambandið væri að hefja málssókn gegn Póllandi fyrir að hunsa lög ESB og grafa undan sjálfstæði dómstóla.

Pólland hefur sakað sambandið um „skrifræðislega miðstýringu“.

Í heimsókn nýja kanslara Þýskalands til Varsjár í mánuðinum, sagði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands að stuðningur núverandi ríkisstjórnar Þýskalands við miðstýringu ESB væri „útópískur og því hættulegur“.

The Guardian sagði frá.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *