Tilkynnt um enn eitt andlát ungs knattspyrnumanns

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Íþróttafjölmiðillinn Spord World News segir frá enn einu dauðsfalli ungs knattspyrnumanns. Sá síðasti til að hníga niður er Nemanja Mirosavljević frá Serbíu sem var 25 ára gamall og lést úr hjartaáfalli. Hann lék með mörgum liðum, meðal annars Krupa en ákvað að hætta í atvinnumennsku og reyna fyrir sér sem þjálfari.

Tilkynning um andlát hans kom frá hans síðasta fótboltaliði Graficar:

„Okkur þykir mjög leitt að tilkynna að Nemanja Mirosavljević, þjálfari unglingaliðsins okkar og fyrrum leikmaður félagsins, sé farinn frá okkur. „Nemanja varði heiður liðsins á tímabilinu 2020/21 og eftir það ákvað hann að binda enda á atvinnumennskuna og reyna fyrir sér í þjálfun.

Í vikunni var einnig tilkynnt um þrjá aðra unga leikmenn sem létust skyndilega úr hjartáfalli og fyrr í mánuðinum fengu þrír knattspyrnumenn í fremstu röð fyrir hjartað, þar á meðal Svíinn Victor Lindelöf, leikmaður Manchester United.

Fyrrum atvinnumaðurinn og enski landsliðmaðurinn Matt Le Tissier hefur kallað eftir rannsókn vegna þess aukna fjölda knattspyrnumanna sem þjást af skyndilegum hjartavandamála. 

Sport World News.

Skildu eftir skilaboð